Skilafrestur jólagjafa 2025
Hægt að skipta eða fá inneignarnótu til 13. janúar gegn framvísun skiptimiða og/eða pöntunarnúmers.
Vöruskil og -skipti í netverslun
Hér að neðan er að finna upplýsingar um vöruskil og -skipti
Þú getur annað hvort komið í verslun okkar á Barónsstíg 11A til að skila eða skipta vöru, eða endursent hana með Póstinum.
Þegar þú notar Póstinn byrjarðu á því að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum. Þar slærðu inn pöntunarnúmer og velur hvort þú viljir skila eða skipta.
Ef um skipti er að ræða, vinsamlegast taktu fram hvaða vöru þú ert að skila og hvaða vöru þú vilt skipta í (Vara/Litur/Stærð).
Þegar þú hefur klárað að skrá sendinguna færð þú strikamerki.
Vinsamlegast pakkið vörunum í sendingarpoka eða einhverjar umbúðir til að skemma ekki upprunalega umbúðir vörunnar.
Í næsta Póstboxi geturðu annað hvort:
- Stimplað inn númerið af strikamerkinu, eða
- Opnað strikamerkið á Mínum síðum eða í appinu og skannað það beint í Póstboxið.
Póstboxið prentar út límmiða fyrir þig sem þú setur á pakkann og póstleggur á staðnum.
Þú getur líka prentað fylgimiðann heima hjá þér ef það hentar betur.
Til að póstleggja í Póstbox þarftu að vera með skráð greiðslukort hjá Póstinum. Í lok skráningarferlisins sérð þú áætlaðan kostnað áður en þú staðfestir sendinguna.
Við sendum síðan skiptin af stað þegar endursendingin berst til okkar.
Ef þú hefur einhverjar spurningar geturðu alltaf sent okkur póst á voruskil@mettasport.is og við hjálpum þér með ferlið.
Vörur keyptar í vefverslun
- Neytandi hefur 30 daga frá móttöku vöru til að hætta við kaupin, að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð og sé í upprunalegu ástandi og umbúðum
- Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með til að fá endurgreiðslu.
Nei, því miður er ekki hægt að skila útsöluvörum. Hins vegar er hægt að skipta þeim í aðra útsöluvöru ef birgðarstaða leyfir.
Vöruskil og -skipti í verslun
Hér að neðan er að finna upplýsingar um vöruskil og -skipti
Þú getur komið í verslun okkar á Barónsstíg 11A til að skila eða skipta vöru.
Vinsamlegast hafðu pöntunarnúmerið þitt eða skiptimiða klárt þegar þú mætir.
Ef þú hefur einhverjar spurningar geturðu alltaf sent okkur póst á voruskil@mettasport.is
Eftir jól getur biðröðin í verslun okkar orðið mjög löng. Við ætlum að hafa sérstaka röð fyrir þá sem eru búnir að frátaka vöruskiptin sín.
Ef þú ert að koma til okkar í verslun að skipta vöru og vilt vera búin(n) að taka skiptin frá, geturðu sent okkur póst á voruskil@mettasport.is.
Í póstinum þarf að koma fram pöntunarnúmer eða netfang kaupanda.
Vinsamlegast nefndu hvaða vöru þú ert að skila og hvaða vöru þú vilt fá í staðinn – ef varan er til á lager getum við tekið hana frá fyrir þig.
Vörur keyptar í verslun
Skil þurfa að eiga sér stað innan 30 daga frá kaupum gegn framvísun kvittunar eða skiptimiða. Þú getur skipt vörunni í aðra vöru eða fengið inneignarnótu, að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð og sé í upprunalegu ástandi og umbúðum.
- Ekki er hægt að fá vöru endurgreidda nema um galla sé að ræða.
- Ekki er hægt að skila vörum sem þegar hefur verið skipt í aðra vöru.
- Útsöluvörum fæst hvorki skilað né skipt.
Nei, því miður er ekki hægt að skila útsöluvörum. Hins vegar er hægt að skipta þeim í aðra útsöluvöru ef birgðarstaða leyfir.