Viltu starfa hjá okkur?
Við erum alltaf að leita af hæfileikaríku fólki til að bæta í teymið! Ef þú hefur brennandi áhuga á þjónustu og verslunarstarfi, hvetjum við þig til að senda inn umsókn á info@mettasport.is
Með því að senda okkur umsókn heimilar þú að upplýsingarnar séu skráðar í tölvu til að auðvelda úrvinnslu þeirra. Upplýsingarnar eru geymdar í allt að 6 mánuði. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Laus störf
Við leitum að jákvæðu og kraftmiklu fólki, bæði í hlutastarf og fullt starf, sem hefur brennandi áhuga á þjónustu við viðskiptavini og er tilbúið að taka virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afgreiðsla í verslun og aðstoð við viðskiptavini
- Uppstilling og vöruframsetning á vörum í verslun
- Veita upplýsingar um vörur, eiginleika og umhirðu
- Halda versluninni hreinni og snyrtilegri, tryggja gott aðgengi og upplifun viðskiptavina.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, stundvísi og sterkur þjónustuvilji
- Góð samskiptahæfni og hæfni til að vinna í teymi
- Grunnþekking á upplýsingatækni og verslunarkerfum (t.d. POS-kerfi)
- Skipulagshæfileikar og geta til að halda utan um mörg verkefni í einu
- Gott vald á íslensku og ensku er kostur
- Reynsla af verslunar- eða sölustörfum er æskileg
Vinnutími
- 10:00 til 18:00
- 14:00 til 18:00
Við leitum að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi, 20 ára eða eldri, sem er tilbúinn að axla ábyrgð á rekstri verslunarinnar okkar og leiða starfsfólkið í átt að frábærum árangri. Starfið felur í sér umsjón með daglegum rekstri, starfsmannastjórnun og þróun verslunarinnar, auk þess að efla tengsl við viðskiptavini og samstarfsaðila.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur og stjórnun verslunarinnar
- Umsjón með sölu og þjónustu við viðskiptavini
- Starfsmannastjórnun og vaktaskipulag
- Fylgjast með vinsældum og framboði, velja hvaða vörur eru í forgrunni og hafa umsjón með skilvirku birgðaflæði.
- Skapa hvetjandi vinnuumhverfi, halda starfsmannafundi og tryggja að starfsfólk hafi skýr markmið
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af verslunarstjórnun eða sambærilegu starfi
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Leiðtogahæfileikar og jákvætt viðmót – vera fyrirmynd sem hvetur starfsfólk áfram
- Frumkvæði til að koma með nýjar hugmyndir og lausnir
- Geta til að vinna undir álagi og bregðast fljótt við þegar mikið er að gera
- Færni í tölvukerfum og gagnagreiningu (t.d. til að lesa úr sölutölum og verslunarkerfum)
- Sterk samskiptahæfni á íslensku og ensku
Ef þú hefur áhuga á að taka virkan þátt í uppbyggingu verslunarinnar, leiða öflugt teymi og skapa jákvæða upplifun fyrir viðskiptavini okkar, sendu þá umsókn og ferilskrá á info@mettasport.is. Við hlökkum til að heyra frá þér!
Við leitum að kraftmiklum og hugmyndaríkum markaðsstjóra til að leiða markaðsstarf okkar. Starfið felst m.a. í að byggja upp og viðhalda öflugri markaðsafstöðu, annast samfélagsmiðla og skipuleggja viðburði
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipuleggja og stýra markaðsherferðum á helstu samfélagsmiðlum (t.d. Facebook, Instagram, TikTok).
- Búa til og halda utan um kynningarefni, s.s. myndbönd, ljósmyndir og texta, í samræmi við ímynd fyrirtækisins.
- Skipuleggja og halda utan um viðburði, samstarf og kynningar í samstarfi við söluteymi og aðra samstarfsaðila.
- Setja mælanleg markmið og gera árangursgreiningar fyrir markaðsverkefni.
- Gæta samræmis í markaðsefni og vörumerkjastefnu.
- Halda góðum samskiptum við samstarfsaðila
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun í markaðsfræði, viðskiptafræði eða sambærileg menntun (hæfni og reynsla getur vegið upp á móti formlegri menntun).
- Reynsla af markaðssetningu og/eða samfélagsmiðlastjórnun.
- Góð skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt.
- Frumkvæði, skapandi hugsun og áhugi á að prófa nýjar leiðir í markaðsstarfi.
- Gott vald á íslensku og ensku.
- Samskiptahæfni og jákvætt viðmót, þar sem starfið felur í sér mikla samvinnu og samskipti.