Algengar spurningar
Hér er að finna svör við algengum spurningum.
Við erum að vinna að því að bæta stærðartöflu á vefsíðuna okkar. Í millitíðinni getur þú skoðað upplýsingar um stærðir módelana sem birtar eru með vörunum okkar.
Ef þú þarft frekari aðstoð við að finna rétta stærð, geturðu sent okkur tölvupóst á verslun@mettasport.is og við hjálpum þér með glöðu geði!
Já, þegar flutningsaðili okkar fær vörurnar þínar, færðu SMS með sendingarnúmeri. Þú getur notað það til að fylgjast með pöntuninni þinni á www.dropp.is.
Flestar vörur fáum við aftur, en við bjóðum einnig upp á árstíðabundna liti og stíla sem koma í takmörkuðu upplagi.
Ef vara sem þú hefur áhuga á er uppseld, geturðu skráð þig á biðlista undir vörunni á vefsíðunni okkar. Við látum þig vita um leið og varan kemur aftur á lager.
Við mælum einnig með því að fylgja okkur á samfélagsmiðlum til að fá uppfærslur um nýjar vörur og áfyllingar.
Við skiljum að margir kjósi að hafa samband í síma, en eins og staðan er núna, getum við ekki sinnt símtölum vegna mikillar eftirspurnar.
Hins vegar svörum við tölvupóstum mjög hratt og leggjum áherslu á að veita góða þjónustu á þann hátt. Þú getur sent okkur tölvupóst á verslun@mettasport.is og við svörum eins fljótt og auðið er!
Hægt er að skipta eða fá inneignarnótu til 13. janúar 2025 gegn framvísun skiptimiða og/eða pöntunarnúmers.
Pantanir
Hér að neðan eru nokkrar algengar spurningar um pantanir
Velji viðskiptavinur að fá vöruna senda á skilgreindan afhendingarstað tekur Metta Sport sér 2-3 virka daga þar til vöru er komið til flutningsaðila sem flytur hana á umbeðinn afhendingarstað.
Þú færð tilkynningu um leið og pöntunin þín er komin til Dropp. Í tilkynningunni er sendingarnúmer þar sem þú getur fylgst með stöðu sendingarinnar hjá Dropp.
Við bjóðum ekki lengur upp á að sækja pantanir í verslun vegna þess að reynsla okkar sýndi að margir viðskiptavinir biðu lengi með að sækja pantanir sínar. Þetta veldur því að pantanir eru geymdar í verslun okkar sem tekur upp pláss sem við þurfum fyrir önnur verkefni.
Við skiljum þó að margir vilja forðast að greiða fyrir sendingarkostnað ef þeir hafa þegar pantað og vilja bæta við pöntunina sína. Ef pöntunin hefur ekki verið afgreidd geturðu sent okkur tölvupóst með beiðni um að bæta við vörum í pöntunina þína. Við sendum þér uppfærða pöntun til að greiða fyrir nýju vörurnar, og afgreiðum síðan pöntunina í einni sendingu.
Það er sjaldgæft að þetta gerist, en ef þú hefur beðið lengi eftir pöntuninni þinni, mælum við með að þú skoðir sendingarnúmerið sem þú fékkst með SMS frá Dropp þegar pöntunin þín var send. Þú getur notað rakningarnúmerið til að fylgjast með sendingunni á www.dropp.is.
Ef sendingin hefur ekki hreyfst í einhvern tíma geturðu haft samband við okkur með því að senda okkur tölvupóst, eða þú getur haft beint samband við Dropp til að fá frekari upplýsingar um stöðu sendingarinnar. Við munum gera okkar besta til að aðstoða þig!
Vöruskipti og -skil
Hér að neðan eru nokkrar algengar spurningar um skil og skipti.
Vörur keyptar í verslun
- Neytandi hefur 14 daga frá móttöku vöru til að skila henni, að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð og sé í upprunalegu ástandi og umbúðum.
- Hægt er að skipta vörunni í aðra vöru eða fá inneignarnótu.
- Kvittun eða pöntunarnúmer fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með, eða önnur sönnun þess að varan hafi verið keypt innan við 14 dögum áður. Ef varan er með skiptimiða gildir dagsetningin á miðanum, jafnvel þótt hún sé lengri en almennur 14 daga skilafrestur.
Vörur keyptar í vefverslun
- Neytandi hefur 30 daga frá móttöku vöru til að hætta við kaupin, að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð og sé í upprunalegu ástandi og umbúðum
- Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með til að fá endurgreiðslu.
- Hægt er að koma í verslun eða nota Dropp til að skila vörunni (https://dropp.is/voruskil). Kaupandi ber kostnað við að senda vöruna til baka (t.d. sendingarkostnað).
Þú getur annað hvort komið beint í verslunina til að skila eða skipta vörum, eða notað Dropp. Þegar þú notar Dropp byrjarðu á því að velja okkar verslun, fyllir út upplýsingar og velur hvort þú viljir skipta eða skila.
Eftir að þú hefur skráð endursendinguna þína biðjum við þig vinsamlegast um að senda okkur tölvupóst á verslun@mettasport.is með pöntunarnúmerinu þínu og láta vita hvort þú viljir skila eða skipta. Ef um skipti er að ræða, vinsamlegast nefndu hvaða vöru þú vilt fá í staðinn, svo við getum tekið hana frá fyrir þig.
Athugaðu að sendingartími skila er mismunandi eftir staðsetningu. Ef þú ert utan höfuðborgarsvæðisins sækir Dropp pakka oftast einu sinni í viku, sem getur lengt afhendingartíma upp í 10-14 daga.
Ef að þú hefur einhverjar spurningar er þér velkomið að hafa samband í tölvupósti eða heimsækja okkur í verslunina.
Skil geta stundum tekið lengri tíma en ella, sérstaklega ef þú ert utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem Dropp sækir pakka sjaldnar og sendingin getur því tekið allt að 10–14 daga. Dropp býður upp á að rekja sendingar á vefsíðunni sinni (www.dropp.is), þar sem þú getur fylgst með stöðu pakkans þíns.
Ef þú ert óviss eða hefur ekki séð neinar uppfærslur í smá tíma, geturðu haft samband beint við Dropp eða sent okkur tölvupóst. Við munum að sjálfsögðu gera okkar besta til að aðstoða þig og svara spurningum varðandi skilin.
Nei, því miður er ekki hægt að skila útsöluvörum. Hins vegar geturðu skipt þeim í aðra stærð ef hún er til á lager.
Þvottaleiðbeiningar
Þvo á röngunni
Til að lágmarka núning og draga úr hættu á að flíkin hnökri
Þrífa á "Synthetics/Gentle" stillingu
Þvoið á 30°C og stillið á lítinn snúning til að viðhalda mýkt og lit fatnaðarins
Þvoið með svipuðum efnum
Forðastu að þvo með hlutum sem hafa grófa áferð, eins og handklæði, gallabuxur eða rennilás, þar sem þau geta valdið núningi og leitt til hnökrunar
Má setja í þurrkara á lágum hita
Þessar leiðbeiningar eru veittar til að tryggja að flíkin endist sem lengst
Snúa flíkinni á rönguna við þvott (til að vernda merkingar/prent)
Þetta verndar flíkina fyrir núningi og hjálpar til við að varðveita litinn og áferðina.
Þrífa á "Bómullar/Delicate" stillingu
Þvoið í köldu vatni (hámark 30°C) og stillið á lítinn snúning til að koma í veg fyrir að liturinn dofni og flíkin minnki. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir 100% bómullarefni.
Láta flíkina hanga til að þorna
Ef þú notar þurrkara
Veldu lágan hita eða viðkvæma stillingu
Snúið flíkunum á rönguna áður en þær eru settar í þurrkarann til að vernda yfirborðið.
Þurrkaðu í stuttan tíma og fjarlægðu flíkurnar á meðan þær eru enn aðeins rakar til að forðast ofþurrkun.
Ef flíkin þín er stíf eftir þvott eru hér nokkur ráð til að endurheimta mýkt hennar
- Settu flíkina í þurrkara með ullarþurrkunarboltum eða hreinum tennisboltum
Veltingurinn hjálpar til við að mýkja bómulinn - Bæta litlu magni af mýkingarefni við þvottinn
Þessar leiðbeiningar eru veittar til að tryggja að flíkin endist sem lengst