Vöruskil og -skipti
Hér að neðan er að finna upplýsingar um vöruskil og -skipti
Vörur keyptar í verslun
- Neytandi hefur 14 daga frá móttöku vöru til að skila henni, að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð og sé í upprunalegu ástandi og umbúðum.
- Hægt er að skipta vörunni í aðra vöru eða fá inneignarnótu.
- Kvittun eða pöntunarnúmer fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með, eða önnur sönnun þess að varan hafi verið keypt innan við 14 dögum áður. Ef varan er með skiptimiða gildir dagsetningin á miðanum, jafnvel þótt hún sé lengri en almennur 14 daga skilafrestur.
Vörur keyptar í vefverslun
- Neytandi hefur 30 daga frá móttöku vöru til að hætta við kaupin, að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð og sé í upprunalegu ástandi og umbúðum
- Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með til að fá endurgreiðslu.
- Hægt er að koma í verslun eða nota Dropp til að skila vörunni (https://dropp.is/voruskil). Kaupandi ber kostnað við að senda vöruna til baka (t.d. sendingarkostnað).
Þú getur annað hvort komið beint í verslunina til að skila eða skipta vörum, eða notað Dropp. Þegar þú notar Dropp byrjarðu á því að velja okkar verslun, fyllir út upplýsingar og velur hvort þú viljir skipta eða skila.
Eftir að þú hefur skráð endursendinguna þína biðjum við þig vinsamlegast um að senda okkur tölvupóst á verslun@mettasport.is með pöntunarnúmerinu þínu og láta vita hvort þú viljir skila eða skipta. Ef um skipti er að ræða, vinsamlegast nefndu hvaða vöru þú vilt fá í staðinn, svo við getum tekið hana frá fyrir þig.
Athugaðu að sendingartími skila er mismunandi eftir staðsetningu. Ef þú ert utan höfuðborgarsvæðisins sækir Dropp pakka oftast einu sinni í viku, sem getur lengt afhendingartíma upp í 10-14 daga.
Ef að þú hefur einhverjar spurningar er þér velkomið að hafa samband í tölvupósti eða heimsækja okkur í verslunina.
Skil geta stundum tekið lengri tíma en ella, sérstaklega ef þú ert utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem Dropp sækir pakka sjaldnar og sendingin getur því tekið allt að 10–14 daga. Dropp býður upp á að rekja sendingar á vefsíðunni sinni (www.dropp.is), þar sem þú getur fylgst með stöðu pakkans þíns.
Ef þú ert óviss eða hefur ekki séð neinar uppfærslur í smá tíma, geturðu haft samband beint við Dropp eða sent okkur tölvupóst. Við munum að sjálfsögðu gera okkar besta til að aðstoða þig og svara spurningum varðandi skilin.
Hægt að skipta eða fá inneignarnótu til 13. janúar gegn framvísun skiptimiða og/eða pöntunarnúmers.
Nei, því miður er ekki hægt að skila útsöluvörum. Hins vegar geturðu skipt þeim í aðra stærð ef hún er til á lager.